Skapstór og vinafár ofbeldismaður

Omar Mateen.
Omar Mateen. AFP

Hann var Bandaríkjamaður af afgönskum uppruna sem varði stærstum hluta ævinnar í Flórída. Hann vildi verða lögreglumaður en er sagður hafa barið konuna sína. Hann kom reglulega til bæna í mosku en átti fáa vini.

Hann ber ábyrgð á dauða um fimmtíu manns sem komu saman til að njóta lífsins á Pulse-skemmtistaðnum í Orlando í Flórída aðfaranótt laugardagsins 12. júní.

Fyrstu tuttugu ár ævinnar hét hann Omar Mir Seddique en þegar hann var tvítugur bætti hann nafninu Manteen við. Hann fæddist í New York í Bandaríkjunum 16. nóvember árið 1968 en lést þremur tímum eftir að hann lagði til atlögu á skemmtistaðnum. Lögregla réðst til atlögu og felldi Manteen. Rúmlega fimmtíu manns eru særðir eftir byssuskot hans, sumir lífshættulega.

Hafði hægt um sig í moskunni

Stærstum hluta ævinnar varði hann í Flórída þar sem hann gekk meðal annars í Martin County High School. Þar spilaði hann fótbolta með jafnöldrum sínum.

Mateen giftist Sitoru Yusufiy frá Úsbekistan í apríl árið 2009. Þau kynntust með aðstoð netsins en hjónaband þeirra varð ekki langlífs. Eftir fjóra mánuði flutti Yusufiy út og segir hún fjölskyldu sína hafa bjargað sér frá barsmíðum eiginmannsins. Skilnaður þeirra gekk í gegn í júlí árið 2011.

Eftir árásina hefur Yusufiy sagt í samtali við fjölmiðla að hún telji að Mateen hafi glímt við geðklofa. Hann hafi verið erfiður í skapinu og beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi.  „Hann var ekki í jafnvægi,“ sagði hún í samtali við Washington Post. „Hann barði mig. Hann kom bara heim og byrjaði að berja mig af því að ég hafði ekki lokið við þvottinn eða eitthvað slíkt.“ Þá hefur Yusufiy einnig sagt að Mateen hafi ekki verið mjög trúaður þegar þau voru saman.

Fallinna minnst í Bandaríkjunum.
Fallinna minnst í Bandaríkjunum. AFP

Hann dreymdi um að verða lögreglumaður og sótti einu sinni um að komast inn í lögregluskóla. Hann kom reglulega í mosku í Fort Pierce í Flórída síðustu tíu ár. Ímaminn segir að Manteen hafi átt mjög fáa vini og sjaldan gefið sig að öðrum. Hann segir manninn hafa komið ásamt syni sínum á kvöldin að biðja.

Mateen átti litla byssu sem hann hafði leyfi fyr­ir, en hann starfaði sem ör­ygg­is­vörður við ung­linga­dóm­stól. Hafði hann unnið fyr­ir fyr­ir­tækið G4S, sem sér um gæslu í fang­els­inu, frá því í sept­em­ber 2007. Hann út­skrifaðist auk þess úr Indi­an Ri­ver State Col­l­e­ge 2006, að sögn New York Times, með gráðu í glæp­a­rann­sókna­tækni.

FBI yfirheyrði Mateen tvisvar vegna gruns um tengsla við herskáa íslamista, í seinna skiptið árið 2014 en þá var kannað hvort hann tengdist Moner Mohammed Abu-Salah, Bandaríkjamanni sem gerði sjálfsvígsárás.

Hataði samkynhneigða

„Árás­in hef­ur ekk­ert með trú að gera,“ seg­ir faðir hans eftir árásina. Hann seg­ir son sinn hafa verið drif­inn áfram af hatri á sam­kyn­hneigðum og árás­in teng­ist ekki múhameðstrú.

Hann seg­ir son sinn hafa orðið mjög reiðan fyr­ir skömmu þegar hann sá sam­kyn­hneigt par kyss­ast í miðbæ Miami og tel­ur að það hafi verið þátt­ur í því að Mateen réðst til at­lögu og framdi voðaverkið. „Hann sá tvo menn kyss­ast fyr­ir fram­an eig­in­konu sína og barn og varð bál­reiður,“ seg­ir faðir Mateen.

Ragn­ar Tóm­as Hall­gríms­son, blaðamaður á vef­rit­inu SKE, seg­ir að hann hafi hitt Mateen, sem varð 50 manns að bana og særði 53 til viðbót­ar á skemmti­staðnum Pul­se í Or­lando, á Flórída fyr­ir um tveim­ur vik­um. Mateen hafi þá starfaði sem ör­ygg­is­vörður í íbúðar­hverf­inu Port St. Lucie þar sem Ragn­ar Tóm­as var í sum­ar­fríi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert