Sagði árásina „frábæra“

Fórnarlambanna minnst í Orlando í dag.
Fórnarlambanna minnst í Orlando í dag. AFP

Um­mæli bapt­ista­prests í Kali­forn­íu hafa vakið mikla reiði en hann sagði árás­ina í Or­lando, þar sem 49 voru drepn­ir á skemmti­staðnum Pul­se, „frá­bæra“. Pul­se  var einna helst sótt­ur af LGBT-fólki, þ.e. sam­kyn­hneigðum, tví­kyn­hneigðum og trans­fólki en árás­in um helg­ina er mann­skæðasta skotárs­in af þessu tagi í sögu Banda­ríkj­anna. 

„Í dag spurði fólk „Ertu ekki sorg­mædd­ur að 50 sódóm­ar dóu?“,“ sagði prest­ur­inn Roger Ji­menez í Ver­ity bapt­i­sta­kirkj­unni í Sacra­mento á sunnu­dag­inn, aðeins klukku­stund­um eft­ir ódæðið.

Sagði hann það eins og að spyrja hvort að ein­hver yrði sorg­mædd­ur yfir því að 50 barn­aníðing­ar létu lífið. „Hmm nei mér finnst það frá­bært. Ég held að þetta hjálpi sam­fé­lag­inu. Ég held að Or­lando sé aðeins ör­ugg­ari í kvöld,“ bætti Ji­menez við.

Um­mæl­in voru birt á Youtu­be-síðu kirkj­unn­ar en voru síðan tek­in út. Þau hafa vakið gríðarlega hörð viðbrögð, bæði frá sam­fé­lagi LGBT-fólks og emb­ætt­is­manna.

Borg­ar­stjóri Sacra­mento, Kevin John­son, sagði meðal ann­ars að um­mæli Ji­menez ættu ekk­ert skylt við krist­in gildi og ættu sér eng­an stað í þeirra sam­fé­lagi.

Dave Garcia, sem stjórn­ar miðstöð LGBT fólks í Los Ang­eles, sagðist í sam­tali við AFP ekki vera hissa á um­mæl­un­um en sagði þau sorg­leg.

„Þess­ir ein­stak­ling­ar hafa ekki skotið eða drepið fólk úr sam­fé­lag­inu en hlaða byss­ur sín­ar með hat­urs­full­um um­mæl­um.“

Ji­menez hélt því þó fram að um­mæli hans hafi verið tek­in úr sam­hengi og að viðbrögðin við um­mæl­un­um væru árás á tján­ing­ar- og trúfrelsi í land­inu.

Sagði hann jafn­framt að með um­mæl­un­um væri hann aðeins að vitna í Bibl­í­una og að þau end­ur­spegli viðhorf margra í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert