Kossakeðja til stuðnings ESB

Evrópusinnar komu saman fyrir utan þinghúsið í Lundúnum í dag og kysstust í þeim tilgangi að sýna ást til stuðnings áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Gengið verður til kosninga um Evrópusambandið í Bretlandi næsta fimmtudag.

Baráttumenn fyrir áframhaldandi aðild Breta að ESB segja að yfir 420 manns hafi tekið þátt í „kossakeðjunni“ í Lundúnum en sams konar atburðir fóru fram í Berlín, París og Róm.

Markmið skipuleggjenda var að „sýna að ástin er sterk milli Bretlands og Evrópu og til að hafna hatursorðræðu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Evrópusambandið,“ segir í yfirlýsingu frá Avaaz-hópnum sem stóð fyrir viðburðinum.

„Að kjósa með áframhaldandi veru er það sama og að kjósa fyrir ást, umburðarlyndi og samstöðu innan fjölbreytni,“ sagði Alice Jay, kosningastjóri Avaaz-hópsins, í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert