Segir Bandaríkin eina ofurveldið

Vladimír Pútín á fundi St. Petersburg International Economic Forum.
Vladimír Pútín á fundi St. Petersburg International Economic Forum. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræðir í nýlegu viðtali skoðun sína á Donald Trump, forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum. Segir hann að ummæli sem höfð voru eftir honum um að honum þætti Trump „frábær“ ekki vera sönn. Þá sagði hann Bandaríkin eina stórveldið í heiminum þessa stundina.

„Bandaríkin eru stórveldi. Sennilega eina ofurveldið í dag. Við viðurkennum það,“ sagði hann á fundi St. Petersburg International Economic Forum. 

„Við erum reiðubúin til að eiga samstarf við Bandaríkin,“ bætti Pútín við.

Aðspurður út í efnahagsaðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu sagði Pútín: „Heimurinn þarf sterkar þjóðir eins og Bandaríkin. Og við þurfum á þeim að halda. En við þurfum ekki á því að halda að þeir séu að skipta sér að okkar málefnum, og segja okkur hvernig við eigum að haga lífum okkar, og hindrandi Evrópu frá því að eiga samstarf við okkur.“

Þá var hann spurður út í skoðun sína á Donald Trump, líklegum forsetaframbjóðanda repúblikana. Hann lýsti Trump sem litríkum karakter. „En ég vil leggja áherslu á það sem mér finnst jákvætt: Trump hefur lýst því yfir að hann vilji endurreisa samband Rússlands og Bandaríkjanna. Er eitthvað að því? Við hljótum að fagna því,“ sagði Pútín.

Pútín nefndi einnig samband sitt við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata.

Hann segist ekki hafa unnið náið með henni þegar hún var utanríkisráðherra. „Hún hefur væntanlega eigin sýn á samband Bandaríkjanna og Rússlands.“ Pútín sagðist hafa átt gott samband við eiginmann hennar, Bill Clinton. „Ég get sagt að ég er honum þakklátur fyrir margt, sérstaklega þegar ég var að stíga inn á svið stjórnmála. Í nokkur skipti sýndi hann mér mikla athygli og virðingu, bæði gagnvart mér persónulega og Rússlandi.“

Þá sagðist Pútín vilja eiga gott samstarf við Evrópu og neitaði því að Rússland sé að skipta sér fð nágrannaríkjum sínum. „Við þurfum að endurreisa traust gagnvart samskiptum okkar við Evrópu og hefja á nýju samvinnu,“ sagði Pútín.

Sjá frétt The Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert