Dæmd fyrir „graff“ í sex þjóðgörðum

Frá Grand Canyon-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.
Frá Grand Canyon-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. AFP

Graffiti-listamaður­inn Casey Nocket hef­ur verið dæmd til 200 klukku­stunda sam­fé­lagsþjón­ustu og til að greiða sekt eft­ir að hafa graffað and­lit á fjöll í sex þjóðgörðum í Banda­ríkj­un­um með akr­íl­máln­ingu.

Sam­kvæmt dómn­um má hún aldrei aft­ur heim­sækja þjóðgarð í Banda­ríkj­un­um, en þjóðgarðar eru um 20% af öllu landi í Banda­ríkj­un­um.

And­lit­in málaði Nocket í þjóðgörðunum í De­ath Valley, Col­oradio Nati­onal Monu­ment, Canyon­lands, Zion og Cra­ter Lake.

Upp komst um ódæðið eft­ir að hún setti mynd­ir af and­lit­un­um á In­sta­gram- og Tumblr-síðurn­ar sín­ar. Fóru þá not­end­ur heimasíðunn­ar Reddit á stúf­ana og komust að því hver listamaður­inn að baki ódæðinu væri. Und­ir hvert ein­asta and­lit sem hún málaði skrifaði hún Creepyt­ings, sem er nafn heimasíðu henn­ar.

Erfitt reynd­ist að hreinsa akr­íl­máln­ingu af berg­inu sem hún málaði á. Hún á að hafa skrifað und­ir mynd­irn­ar: „Ég veit það, ég er slæm mann­eskja.“

Marg­ir not­end­ur Reddit voru allt annað en ánægðir með þetta uppá­tæki henn­ar og sömu sögu er að segja um starfs­menn þjóðgarðanna.

Fljót­lega fóru not­end­ur Reddit að tala um hana sem „þjóðgarða-skemmd­ar­varg­inn,“ og komust þeir að því hver listamaður­inn væri í raun og veru. 

Not­end­ur Reddit hótuðu Nocket

Steve Yu, sem starfar hjá banda­rísku þjóðgarðastofn­un­inni, sá umræðuna á Reddit en hann vann við að rann­saka skemmd­ar­verk­in. Fór þá svo að þjóðgarðarn­ir höfðuðu mál gegn henni fyr­ir skemmd­ar­verk­in. 

„Þegar þú birt­ir skemmd­ar­verk á þjóðgörðum á sam­fé­lags­miðlum verða miðlarn­ir að mik­il­vægu rann­sókn­ar­tæki fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Char­les Cu­velier, yf­ir­maður eft­ir­lits­deild­ar banda­rísku þjóðgarðanna, í sam­tali við The Guar­di­an.

Marg­ir not­end­ur Reddit gengu þó yfir strikið og birtu per­sónu­upp­lýs­ing­ar Nocket á vefsíðunni. Fjöl­skyldumeðlim­ur Nocket sagðist í fjöl­miðlum vera far­in að hafa áhyggj­ur af líðan henn­ar og heil­brigði. Eyddi Nocket vefsíðunni sinni stuttu síðar og stjórn­end­ur Reddit minntu not­end­ur síðunn­ar á að leyfa rann­sókn máls­ins að klár­ast áður en stór­ar full­yrðing­ar væru látn­ar flakka. Einnig sögðu þeir fólki að hætta að hóta henni.

Nocket var ákærð í júní og játaði hún á sig öll brot­in sem henni voru gef­in að sök. Þann 13. júní var hún svo að lok­um dæmd í 200 klukku­stunda sam­fé­lagsþjón­ustu og til að greiða skaðabæt­ur. Þá fær hún aldrei aft­ur að heim­sækja þjóðgarða í Banda­ríkj­un­um og verður hún að skila inn skrif­legri af­sök­un­ar­beiðni til starfs­manna þjóðgarðanna.

„Ein­stak­ling­ar halda kannski að svona brot séu aðeins lít­il og ómerki­leg en þegar kem­ur að því að vernda þjóðgarðana okk­ar þá geta svona mál haft gríðarleg áhrif. Viðkvæm svæði hafa eyðilagst út af svona hegðun. Við verðum að vernda þau,“ seg­ir Cu­velier. 

Sjá frétt The Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka