Vel menntaðir úr efnuðum fjölskyldum

Ríki íslams birti eftirfarandi myndir af vígamönnunum þar sem þeir …
Ríki íslams birti eftirfarandi myndir af vígamönnunum þar sem þeir standa með byssu í hönd fyrir framan ISIS-fána. AFP

Vígamennirnir sjö sem myrtu tuttugu manns í árás á Holey Artis­an Bakery-kaffihúsið í Bangladess á föstudag voru allir vel menntaðir og úr efnuðum fjölskyldum. Sex þeirra voru skotnir til bana af lögreglumönnum þegar áhlaup var gert á kaffihúsið eftir tólf tíma umsátursástand en einn þeirra náðist á lífi.

Einn vígamannanna var útskrifaður úr besta einkaskóla Bangladess, annar var 18 ára nemandi í virtum skóla og enn annar var sonur stjórnmálamanns.

„Þetta eru allt hámenntaðir ungir menn úr vel efnuðum fjölskyldum,“ sagði Asaduzzam­an Khan inn­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við AFP-fréttastofuna. Spurður hvers vegna þeir hefðu gerst öfgamenn og viljað heyja heilagt stríð sagði Khan: „Það er í tísku.“

Khan hefur áður sagt að víga­menn­irn­ir hafi ekki verið á veg­um hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams, held­ur hafi verið um að ræða heima­menn í bangla­desskum öfga­sam­tök­um sem hafa verið bönnuð í land­inu í meira en ára­tug.

Ríki íslams hafði áður lýst yfir ábyrgð á árás­inni, en sam­tök­in birtu meðal ann­ars mynd­ir af meint­um árás­ar­mönn­um fyr­ir fram­an svart­an ISIS-fána.

Tutt­ugu gísl­ar, flest­ir þeirra út­lend­ing­ar, voru myrt­ir í árás­inni. Tveir lög­regluþjón­ar létu lífið og þrjá­tíu manns særðust. Liðsmenn ör­ygg­is­sveit­ar­inn­ar björguðu þrett­án manns eft­ir um tólf klukku­tíma gíslatöku og umsát­urs­ástand. Þeir drápu sex víga­menn í leiðinni og hand­tóku einn.

Níu Ítal­ir, sjö Jap­an­ir, einn banda­rísk­ur rík­is­borg­ari og einn Ind­verji voru á meðal þeirra sem myrt­ir voru.

Árás­ar­menn­irn­ir aðskildu út­lend­inga frá inn­lend­um gest­um staðar­ins. Morðingj­arn­ir beittu eggvopn­um á fórn­ar­lömb sín.

Frétt mbl.is: „Guð vill að þú deyir“

Frétt mbl.is: Gísla­taka á kaffi­húsi í Bangla­dess

Frétt mbl.is: Níu Ítal­ir myrt­ir í Dhaka

Frétt mbl.is: Skildu að út­lend­inga og heima­menn

Frétt mbl.is: Gísla­tak­an í Dhaka yf­ir­staðin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert