Obama styttir Evrópuferð sína

Obama er nú á fundi aðildarríkja Nató í Póllandi.
Obama er nú á fundi aðildarríkja Nató í Póllandi. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun stytta ferð sína í Evrópu og fara til Dallas í næstu viku. Er tilefnið skotárás sem gerð var á lögreglumenn í borginni í gær þar sem fimm lögreglumenn létust.

„Forsetinn hefur samþykkt boð borgarstjórans Mike Rawlings um að fara til Dallas í næstu viku,“ sagði talsmaður forsetans í tilkynningu. Bætti hann við að Obama kæmi til baka til Bandaríkjanna á sunnudagskvöldið, einum degi fyrr en áætlað hafi verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert