Samþykktu lágmarkslaun í stefnuskrá

Bernie Sanders og Hillary Clinton.
Bernie Sanders og Hillary Clinton. AFP

Stuðningsmenn Bernies Sanders, sem sóttist eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna fyrir forsetakosningarnar í nóvember, fögnuðu sigri á undirbúningsfundi fyrir landsþing flokksins sem haldið verður í lok þessa mánaðar í Fíladelfíu.

Á fundinum voru drög að stefnuskrá flokksins fyrir komandi forsetakosningar samþykkt og sögðust stuðningsmenn Sanders hafa fengið 80 prósent af því sem þeir vildu inn í stefnuskrána, m.a. tillögur um loftslagsmál, heilbrigðisþjónustu og 15 dollara lágmarkslaun.

Stuðningsmenn Clinton höfnuðu þó tillögum Sanders-stuðningsmanna um að fordæma byggðir Ísraelsmanna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu og að hafna fríverslunarsamningi við ríki Kyrrahafsins (e. Trans Pacific Partnership).

Í frétt CNN frá fundinum segir að niðurstaða fundarins auki líkurnar á því að Bernie Sanders birtist við hlið Clinton í New Hampshire á þriðjudag og tilkynni stuðning sinn við framboð hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert