Enginn stjörnufans hjá Trump

Mætingin á landsþingið mun endurspegla óvinsældir Trump innan eigin flokks.
Mætingin á landsþingið mun endurspegla óvinsældir Trump innan eigin flokks. AFP

Það verður fátt um stjörn­ur á landsþingi re­públi­kana sem hefst á mánu­dag­inn og gild­ir þá einu hvort rætt er um stjórn­mála­höfðingja eða þunga­vigtar­fólk í skemmt­ana­brans­an­um. Fjöldi nú­ver­andi og fyrr­ver­andi framámanna inn­an flokks­ins hyggst halda sig fjarri, enda hugn­ast mörg­um þeirra ekki for­seta­efnið út­valda.

Landsþingið fer fram í Cleve­land og meðal þeirra sem koma fram eru Mel­ania, eig­in­kona Trump, og dótt­ir hans Ivanka. Stærsta nafnið í stjórn­mál­un­um verður Paul D. Ryan, for­seti neðri deild­ar þings­ins, en aðrir þekkt­ir sem hafa til­kynnt um komu sína eru ólymp­íu- og raun­veru­leika­stjarn­an Cait­lyn Jenner, tón­list­armaður­inn Kid Rock og hljóm­sveit­in Lynyrd Skynyrd.

Meiri at­hygli vek­ur hverj­ir mæta ekki á þingið; hvorki Mitt Rom­ney né John McCain hyggj­ast mæta né neinn Bush-feðganna þriggja.

Aðra sögu er að segja af demó­kröt­um. Þegar landsþing Demó­krata­flokks­ins fer fram í Phila­delp­hia munu stíga á svið Bill og Hillary Cl­int­on, Barack og Michelle Obama og El­iza­beth War­ren. Bernie Sand­ers er einnig sagður munu stíga í pontu.

Meðal þotuliðsins sem mun sækja þingið verða Lady Gaga, Snoop Dogg, Fergie, Lenny Kra­vitz, Idina Menzel og Bry­an Cr­an­ston.

Ítar­lega frétt um málið má finna hjá Washingt­on Post.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert