Sagði Boris Johnson lygara

Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands.
Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Jean-Marc Ayrault, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, hef­ur kallað hinn ný­skipaða breska starfs­bróður sinn, Bor­is John­son, lyg­ara. Um­mæl­in lét Ayrault falla í viðtali við út­varps­stöðina Europe 1. BBC grein­ir frá þessu.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ann seg­ir John­son hafa logið að bresku þjóðinni í aðdrag­anda Brex­it-at­kvæðagreiðslunn­ar. „Ég hef ekki áhyggj­ur af Bor­is John­son, en þú veist hvernig hann er, hvernig aðferðir hans voru fyr­ir at­kvæðagreiðsluna – hann laug mikið að bresk­um al­menn­ingi.“

Seg­ir hann John­son hafa stillt sjálf­um sér upp við vegg og þurfi nú að vernda þjóð sína, á sama tíma og sam­bandið við Evr­ópu þurfi að skýr­ast. „Ég þarf fé­laga sem ég get átt samn­ingaviðræður við og er skýr, trú­an­leg­ur og áreiðan­leg­ur,“ sagði Ayrault og bætti við að óvissu­ástandið mætti ekki drag­ast óþarf­lega á lang­inn.

Nýr for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May, hef­ur rætt við Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seta um út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, en hún seg­ir Breta þurfa tíma til að und­ir­búa samn­ingaviðræður við sam­bandið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert