Búið er að bera kennsl á manninn sem ók vörubíl í gegnum mannhafið í Nice í gærkvöldi og varð að minnsta kosti 84 að bana.
Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni innan frönsku lögreglunnar að ökumaðurinn hafi verið 31 árs gamall, búsettur í Nice. Hann hafi fæðist í Túnis og verið bæði túniskur og franskur ríkisborgari.
Skilríki hans fundust í vörubílnum eftir að lögreglan náði loks að stöðva för hans með því að skjóta hann til bana.
Í bílnum fundust vopn en talið er að meirihluti þeirra sé leikfangabyssur.
Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en fylgismenn Ríkis íslams eru meðal þeirra sem hafa fagnað árásinni á samfélagsmiðlum.
IS Supporters Celebrate Attack in Nice: “They Brought This to Themselves” https://t.co/FKntUlacXh
— SITE Intel Group (@siteintelgroup) July 15, 2016