Búið að bera kennsl á ökumanninn

Réttarmeinafræðingar flytja lík af vettvangi í Promenade des Anglais í …
Réttarmeinafræðingar flytja lík af vettvangi í Promenade des Anglais í Nice. AFP

Búið er að bera kennsl á manninn sem ók vörubíl í gegnum mannhafið í Nice í gærkvöldi og varð að minnsta kosti 84 að bana.

Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni innan frönsku lögreglunnar að ökumaðurinn hafi verið 31 árs gamall, búsettur í Nice. Hann hafi fæðist í Túnis og verið bæði túniskur og franskur ríkisborgari.

Skilríki hans fundust í vörubílnum eftir að lögreglan náði loks að stöðva för hans með því að skjóta hann til bana.

Í bílnum fundust vopn en talið er að meirihluti þeirra sé leikfangabyssur.

Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en fylgismenn Ríkis íslams eru meðal þeirra sem hafa fagnað árásinni á samfélagsmiðlum. 

Búið er að loka af stóru svæði umhverfis vörubílinn sem …
Búið er að loka af stóru svæði umhverfis vörubílinn sem lögreglan er enn að rannsaka. Fólk á leið á ströndina fylgist með. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert