„Hann var hryðjuverkamaður“

Fórnarlambanna minnst fyrir utan sendiráð Frakka í Rússlandi.
Fórnarlambanna minnst fyrir utan sendiráð Frakka í Rússlandi. AFP

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að árásarmaðurinn sem ók vörubifreið inn í hóp fólks í Nice í Frakklandi í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkamaður sem tengdist líklega öfgahópum múslíma. Valls kom fram í sjónvarpsviðtali í dag en að minnsta kosti 84 létu lífið í árásinni.

„Hann var hryðjuverkamaður sem tengdist líklega öfgahópum múslíma á einn eða annan hátt,“ sagði Valls.

Þá sagði hann jafnframt að nú stæði til að auka hernaðaraðgerðir gegn Ríki íslams en Vesturlönd hafa tekið þátt í loftárásum gegn samtökunum. Sagði hann að fundað yrði í Washington í næstu viku og rætt hvernig ætti að auka hernaðaraðgerðir gegn Ríki íslams í Sýrlandi og Írak.

Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls
Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert