Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna munu ræða baráttuna gegn hryðjuverkum þegar þeir hittast í Brussel á mánudaginn.
„Vegna óskar Frakklands munu ráðherrar ESB bæta baráttunni gegn hryðjuverkum við dagskrá sína á mánudaginn,“ sagði í tilkynningu frá ESB.
Frakkar eru að jafna sig eftir mannskæða árás í Nice í gær sem varð yfir 80 manns að bana.
Rannsókn stendur yfir á því hvort ódæðismaðurinn hafi átt einhverja vitorðsmenn.
Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér en fylgismenn Ríkis íslams hafa fagnað henni.