Tyrkneski herinn segist hafa steypt Recep Tayyip Erdogan forseta landsins af stóli og tekið yfir völd í landinu. Í tilkynningu hersins kemur fram að stjórn yfir landinu þurfi að vera í forgangi.
Sky News greinir frá því að Erdogan sé óhulltur samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni.
Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að herinn ætli sér að „vernda lýðræðislega reglu í landinu“ og „viðhalda mannréttindum“. Þá eru skriðdrekar við innganginn að Ataturk flugvöllinn í Istanbúl og öllum flugferðum til og frá borginni hefur verið aflýst.
Undarlegt ástand er í Tyrklandi en svo virðist sem aðgerðir hersins hafi byrjað um sólsetur í kvöld. Tveimur brúm í Istanbúl hefur verið lokað og þá hefur verið greint frá herþotum í lágflugi yfir höfuðborginni Ankara. Þá er búið að rjúfa útsendingu ríkismiðilsins TV TRT.
The Guardian hefur nú birt myndband sem sýnir tyrkneskan hermann segja einfaldlega „Þetta er valdarán, farið heim.“
ARKADAŞLAR ASLI ASTARI VAR MI BU İŞİN
— SUNGUR TEKİNALP (@orhantuna_anuto) July 15, 2016
Komutanin soyledikleri...darbe kesin.#darbe #kopru pic.twitter.com/UZYX7q8EF8
Yfirhershöfðinginn í Tyrklandi er sagður hafa verið tekinn sem gísl af hernum. Að sögn blaðamanns sem ræddi við The Telegraph eru skriðdrekar á ferðinni á götum Istanbúl en átök standa yfir milli lögreglu og hersins. Þá hafa borist fregnir þess efnis að lögrela sem sér um að standa vörð um forsetahöllina hafi verið afvopnuð.
Fréttin verður uppfærð.