104 uppreisnarmenn látnir

Nokkrir menn halda á tyrkneska fánanum á Taksim-torgi í Istanbúl.
Nokkrir menn halda á tyrkneska fánanum á Taksim-torgi í Istanbúl. AFP

Alls eru 104 uppreisnarmenn látnir sem stóðu að valdaránstilrauninni í Tyrklandi, að sögn Umits Dundars, starfandi  yfirhershöfðingja Tyrklands. „Valdaránstilraunin hefur verið stöðvuð,“ sagði Dundar Hann bætti við að 90 manns, þar af 41 lögreglumaður og 47 almennir borgarar, hefðu „dáið píslardauða“.

Samtals hafa því um 200 manns látið lífið síðan valdaránstilraunin hófst.

Tyrkir fagna ofan á skriðdreka eftir að stjórnarherinn endurheimti Bosphorus-brúna …
Tyrkir fagna ofan á skriðdreka eftir að stjórnarherinn endurheimti Bosphorus-brúna í Istanbúl. AFP

Hann bætti við að margir ofurstar úr hernum hefðu verið fluttir á „ótilgreinda staði“ af uppreisnarmönnum.

Dundar tók við sem yfirhershöfðingi eftir að forveri hans var tekinn höndum af uppreisnarmönnum, að því er talið er.

„Fólkið er komið út á göturnar og hefur sýnt fram á stuðning sinn við lýðræðið. Þjóðin mun aldrei gleyma þessum svikum. Tyrkland hefur lokað þeim kafla sem felur í sér valdaránstilraunir hermanna,“ sagði hann.

Tyrkir ofan á skriðdreka.
Tyrkir ofan á skriðdreka. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert