Varð öfgamaður á nokkrum mánuðum

Rannsóknarlögreglumenn skoða vörubílinn sem Lahouaiej-Bouhel notaði til þess að drepa …
Rannsóknarlögreglumenn skoða vörubílinn sem Lahouaiej-Bouhel notaði til þess að drepa fólkið. AFP

Maður­inn sem drap 84 í Nice í Frakklandi á fimmtu­dag­inn þegar hann ók vöru­bíl inn í hóp af fólki varð öfgamaður á aðeins nokkr­um mánuðum. Þetta seg­ir bróðir hans sem býr í Tún­is. Hann seg­ir jafn­framt að bróðir hans, Mohamed Lahouaiej-Bou­hel, hafi sent fjöl­skyldu sinni í Tún­is jafn­v­irði 13,6 millj­óna ís­lenskra króna aðeins nokkr­um dög­um fyr­ir árás­ina. Lahouaiej-Bou­hel lést í byssu­bar­daga við lög­reglu.

Í frétt The Tel­egraph er vitnað í inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Bern­ard Cazeneu­ve, sem seg­ir að það virðist sem maður­inn hafi farið að aðhyll­ast öfga­skoðanir mjög hratt. Þá seg­ir ná­granni fyrr­ver­andi eig­in­konu hans að Lahouaiej-Bou­hel hafi byrjað að sækja mosku í borg­inni í apríl síðastliðnum.

Í sam­bandi við þekkta öfga­menn

Rann­sak­end­ur sem farið hafa í gegn­um síma­gögn Lahouaiej-Bou­hel segj­ast hafa fundið gögn sem sýni að hann hafi verið í sam­bandi við þekkta íslamska öfga­menn. Er þó sett­ur sá fyr­ir­vari að það gæti verið til­vilj­un í ljósi þess í hvaða hverfi í borg­inni hann bjó. „All­ir þekkja alla þar,“ hef­ur The Tel­egraph eft­ir heim­ild­ar­manni inn­an leyniþjón­ust­unn­ar. Lahouaiej-Bou­hel virðist hafa þekkt mann að nafni Omar Dia­by sem er þekkt­ur öfgamaður, tal­inn tengj­ast Al-Nusra sam­tök­un­um sem vinna náið með Al-Qa­eda.

Ætt­ingj­ar árás­ar­manns­ins hafa haldið því fram að nokkr­um dög­um fyr­ir árás­ina hafi hann sann­fært vini sína um að smygla seðlabúnt­um frá sér til fjöl­skyldu hans í Tún­is. Bróðir hans, Jaber, seg­ist jafn­framt ekki hafa séð bróður sinn í mörg ár og að pen­ing­arn­ir hafi komið gríðarlega á óvart.

Fimm hafa verið hand­tekn­ir, tald­ir hafa þekkt Lahouaiej-Bou­hel. Þeir voru enn í haldi síðdeg­is í dag, þar á meðal fyrr­ver­andi eig­in­kona hans sem gaf sig fram við lög­reglu sjálf.

For­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, Manu­el Valls, sagði í gær að árás­armaður­inn hafi verið hryðju­verkamaður sem „án efa tengd­ist öfga­mönn­um á einn eða ann­an hátt.“

Mohamed Lahouaiej-Bouhlel varð öfgamaður á aðeins nokkrum mánuðum að sögn …
Mohamed Lahouaiej-Bou­hlel varð öfgamaður á aðeins nokkr­um mánuðum að sögn inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands. AFP

Hvaðan komu pen­ing­arn­ir?

Lahouaiej-Bou­hel hafði verið þung­lynd­ur og at­vinnu­laus í nokkra mánuði. Það vek­ur upp mögu­leik­ann á því að pen­ing­arn­ir sem hann sendi fjöl­skyldu sinni hafi komið frá hryðju­verka­hópi.

Faðir árás­ar­manns­ins held­ur því þó fram að árás­in hafi ekk­ert tengst trú en að son­ur hans hafi átt við and­leg veik­indi að stríða í meira en tíu ár.

Sagði faðir hans að fjög­ur ár væru síðan Lahouaiej-Bou­hel kom síðast heim. Stund­um hringi syst­ir hans eða bróðir í hann en það var aðeins á hátíðis­dög­um.

„Það sem ég veit er að hann bað aldrei, fór aldrei í mosku, hann tengd­ist trú ekki neitt. Hann var einn og þung­lynd­ur. Alltaf einn,“ sagði faðir hans.

84 létu lífið í árásinni.
84 létu lífið í árás­inni. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert