Ríki íslams hefur lýst á hendur sér ábyrgð á árásinni í borginni Nice, sem varð 84 að bana á þjóðhátíðardegi Frakka.
Þessu greinir fréttastofan Amaq frá en hún hefur tengsl við hryðjuverkasamtökin.
Fréttastofan hefur eftir meðlimi Ríkis íslams að einn af „hermönnum“ samtakanna hafi framið ódæðið „til að bregðast við ákalli um að ráðast gegn sambandsríkjum sem eru að berjast [gegn Ríki íslams]“.
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði eftir árásina í Nice að Mohamed Lahouaiej Bouhlel, sem ók vörubifreiðinni inn í hóp fólks, hefði verið hryðjuverkamaður sem tengdist líklega öfgahópum múslíma.