Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að 161 hafi látið lífið í valdaránstilrauninni í landinu. Alls hafa 2.839 hermenn verið handteknir, grunaðir um aðild að verknaðinum. 1.440 manns hafa særst.
Hann segir tilraun hóps innan tyrkneska hersins til að steypa ríkisstjórninni af stóli vera „svartan blett“ á lýðræði í Tyrklandi.
„Föstudagsnóttin 15. júlí er svartur blettur á lýðræði í Tyrklandi,“ sagði Yildirim og bætti við: „Við höfum komið í veg fyrir alvarlegan vanda.“
Ráðherrann sagði að búið væri að ná „fullkominni stjórn“ á ástandinu í landinu.
Turkish Prime Minister Binali Yildirim says Friday night was a black stain on Turkish democracy https://t.co/Ad38racq1J
— Sky News (@SkyNews) July 16, 2016