Ellefu haldið í flugstöð

6.000 manns hafa verið handteknir í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi …
6.000 manns hafa verið handteknir í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi á föstudaginn. AFP

Tyrk­nesk yf­ir­völd eru með yf­ir­mann í flug­her lands­ins og tugi annarra, sem eru grunaðir um að tengj­ast vald­aránstilraun­inni í land­inu, í haldi í flug­stöð sem notuð er af Banda­ríkja­her við loft­árás­ir í Sýr­landi.

Hers­höfðing­inn Bek­ir Ercan Van var hand­tek­inn ásamt 11 und­ir­mönn­um sín­um í gær í Incir­lik-flug­stöðinni í suður­hluta Tyrk­lands. Þá var einn lög­reglumaður af flug­stöðinni einnig hand­tek­inn.

All­ir eru grunaðir um aðild að vald­aránstilraun­inni á föstu­dag­inn. Að sögn emb­ætt­is­manna gruna yf­ir­völd að Incir­lik flug­stöðin hafi verið notuð af upp­reisn­ar­mönn­um til þess að setja eldsneyti á herþotu sem þeir notuðu við vald­aránstilraun­ina á föstu­dags­kvöldið.

Flug­stöðin er mik­il­væg miðstöð fyr­ir Banda­ríkja­her á svæðinu en á síðasta ári samþykktu Tyrk­ir að leyfa hern­um að nýta stöðina í bar­átt­unni við hryðju­verka­sam­tök eins og Ríki íslams.

Banda­rík­in sögðu í dag að her­inn sé nú byrjaður að nýju að nota flug­stöðina eft­ir að henni var lokað í kjöl­far vald­aránstilraun­ar­inn­ar.

6.000 manns hafa verið hand­tekn­ir í kjöl­far vald­aránstilraun­ar­inn­ar í Tyrklandi á föstu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert