Þrír lögreglumenn skotnir til bana

Carl Dabadie, yfirlögregluþjónninn í Baton Rouge.
Carl Dabadie, yfirlögregluþjónninn í Baton Rouge. AFP

Þrír lögreglumenn hafa verið skotnir til bana  eftir skotárás í borginni Baton Rouge í Louisiana. Talið er að árásarmaður með riffil hafi skotið á alls sjö lögreglumenn.

Fimm eru særðir og eru margir þeirra í slæmu ásigkomulagi.

Árásin var gerð við Airline-þjóðveginn. Honum hefur verið lokað af lögreglunni.

„Svo virðist sem búið sé að ná stjórn á ástandinu,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Baton Rouge við sjónvarpsstöðina WAFB.

Einn grunaður árásarmaður er látinn en talið er að tveir aðrir séu á flótta, samkvæmt  lögreglunni.



Alton Sterling var skotinn af lögreglunni í Baton Rouge 5. júlí og voru höfð uppi hávær mótmæli í framhaldinu gegn lögregluofbeldi. 

Lögreglan handtók rúmlega eitt hundrað mótmælendur í borginni í síðustu viku.

Fimm lögreglumenn voru skotnir til bana í borginni Dallas skömmu síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert