Meira en 3.200 flóttamönnum var bjargað af Miðjarðarhafinu í gær í 25 aðgerðum ítölsku strandgæslunnar. Það er svipaður fjöldi og allir íbúar Borgarbyggðar.
Einn fannst látinn í aðgerðunum.
Um var að ræða sameiginlega aðgerð ítalska hersins, strandgæslunnar, flóttamannaverkefnis á vegum ESB og nokkurra frjálsra félagasamtaka.
Að þessum hópi meðtöldum hafa yfir 80 þúsund flóttamenn komið til Ítalíu á þessu ári, að því er fram kemur í upplýsingum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Flestir þeirra eru frá Afríku.
Frá árinu 2014 er talið að meira en 10 þúsund manns á flótta hafi drukknað í hafi á leið sinni til betra lífs í Evrópu. Langflestir hafa látist í Miðjarðarhafinu.