Taka ekki við forsetaembættinu

Áhersla stjórnar Theresu May mun beinast að útgöngu úr ESB …
Áhersla stjórnar Theresu May mun beinast að útgöngu úr ESB og hún hefur því tilkynnt að Bretar taki ekki við forsetaembættinu. AFP

Bretland mun ekki taka við forsetaembætti Evrópusambandsins á næsta ári eins og áætlað hafði verið, hefur AFP-fréttastofan eftir skrifstofu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.

May tilkynnti Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær að Bretar afsöluðu sér embættinu í kjölfar þess að meirihluti Breta valdi í kosningum í síðasta mánuði að yfirgefa ESB. Breska ríkisstjórnin verði þess í stað „önnum kafin í viðræðum um útgöngu Breta úr sambandinu“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert