Tíu ára drengur sem vann í bómullarmyllu í Bangladesh lést eftir að aðrir starfsmenn settu háþrýstipumpu inn í endaþarm hans og kveiktu á henni.
Samkvæmt BBC segir lögregla í borginni Narayanganj óvíst af hverju ráðist var gegn drengnum sem hét Sagar Barman. Þrettán ára drengur lét lífið með sama hætti í fyrra á bifvélaverkstæði annars staðar í landinu. Þá voru tveir menn dæmdir til dauða vegna málsins sem leiddi af sér mikil mótmæli.
Rakib Hawlader lést í ágúst í fyrra eftir að lofti var dælt í líkama hans í hefndarskyni fyrir að segja upp vinnunni. Skömmu áður hafði annar táningur, Samiul Alam Rajon, verið barinn til dauða af reiðum múg fyrir meintan reiðhjólastuld. Fjórir menn voru dæmdir til dauða fyrir að myrða hann.
Barnaþrælkun er algeng í Bangladesh og mikill fjöldi barna vinnur í óopinberum fataverksmiðjum, oft við slæm skilyrði.