Réðst að fólki með sveðju

Árásarmaðurinn liggur í götunni og lögreglan stumrar yfir honum.
Árásarmaðurinn liggur í götunni og lögreglan stumrar yfir honum. Skjáskot/ twitter.com/KolHaolam

Kona er lát­in og tveir eru særðir eft­ir sveðju­árás í ná­grenni Stutt­g­art í Þýskalandi.

In­depend­ent seg­ir lög­reglu hafa hand­tekið mann vegna árás­ar­inn­ar sem átti sér stað í bæn­um Reutlingen í suðvest­ur­hluta lands­ins. In­depend­ent vitn­ar í götu­blaðið Bild sem seg­ir mann­inn hafa ráðist til at­lögu með sveðju fyr­ir utan kebab-veit­ingastað og að fjöldi vitna hafi flúið í ofboði.

„Árás­armaður­inn var gjör­sam­lega gal­inn. Hann hljóp með sveðjuna aft­an við lög­reglu­bíl í eft­ir­lits­ferð,“ sagði vitni við blaðið.

Vitnið sagði að ökumaður á BMW-bif­reið hefði keyrt mann­inn niður og að eft­ir á hefði hann „legið flatur á jörðinni og ekki hreyft sig“.

Sam­kvæmt In­depend­ent hef­ur lög­regl­an staðfest að árás­armaður­inn sé sýr­lensk­ur flóttamaður en nafn hans hef­ur ekki verið gefið upp. Hvat­inn að baki árás­inni sé óljós.

Óstaðfest­ar fregn­ir herma að fórn­ar­lambið sem lést hafi verið starfsmaður kebab-staðar­ins. Spieg­el seg­ir mann­inn og fórn­ar­lambið hafa rif­ist. Maður­inn sé 21 árs og lög­regla hafi þekkt til hans fyr­ir.  

Tvær aðrar árás­ir hafa átt sér stað í Þýskalandi á síðastliðinni viku. 18 ára pilt­ur gekk ber­serks­gang með skamm­byssu á föstu­dags­kvöld í versl­un­ar­miðstöð í München og myrti níu manns og á mánu­dags­kvöldið særði 17 ára af­gansk­ur hæl­is­leit­andi fimm lestarfarþega með exi. Báðir árás­ar­menn­irn­ir eru látn­ir, sá fyrri svipti sig lífi en sá síðari var skot­inn til bana á flótta und­an lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert