Tyrkir ekki í stöðu til þess að ganga í ESB

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir Tyrki ekki vera í stöðu til þess að ganga í sam­bandið á næst­unni. All­ar aðild­ar­viðræður þeirra við sam­bandið verði jafn­framt sett­ar á ís ef tyrk­nesk stjórn­völd ákveða að taka aft­ur upp dauðarefs­ingu.

Tyrk­nesk stjórn­völd hafa hand­tekið eða rekið úr starfi yfir sex­tíu þúsund op­in­bera starfs­menn, svo sem her­menn, lög­reglu­menn, kenn­ara og ráðuneyt­is­starfs­menn, eft­ir að vald­aránstilraun­in í land­inu var brot­in á bak aft­ur í síðustu viku.

„Ég tel að Tyrk­land, eins og sak­ir standa, sé ekki í stöðu til þess að verða aðild­ar­ríki í bráð og ekki einu sinni til lengri tíma litið,“ sagði Juncker í sam­tali við franska sjón­varps­stöð í morg­un.

Hann bætti því við að ríki sem heim­iluðu dauðarefs­ing­ar í lög­um ættu ekki heima inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, hef­ur sagt að til greina komi að taka aft­ur upp dauðarefs­ingu í land­inu. Krafa al­menn­ings sé sú að taka eigi þá sem skipu­lögðu vald­aránstilraun­ina af lífi. 

Dauðarefs­ing var af­num­in úr tyrk­nesk­um lög­um árið 2004, en henni hafði þá ekki verið beitt í ára­tugi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert