Láta loka tugum fjölmiðla í Tyrklandi

Um er að ræða þrjár fréttastofur, sextán sjónvarpsstöðvar, 45 dagblöð …
Um er að ræða þrjár fréttastofur, sextán sjónvarpsstöðvar, 45 dagblöð og fimmtán tímarit. AFP

Tyrknesk yfirvöld ætla að láta leggja niður þrjár fréttastofur, sextán sjónvarpsstöðvar, 45 dagblöð og fimmtán tímarit. Er það gert í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í landinu 15. júlí síðastliðinn.

Þá hafa tæplega 1.700 hermenn, þar af 149 hershöfðingjar, verið leystir frá störfum.

Að minnsta kosti 246 létu lífið í valdaránstilrauninni en rúmlega 2.000 særðust.

Ríkismiðillinn Resmi Gazete tilkynnti um lokanir fjölmiðlanna í dag. Nöfn þeirra hafa þó ekki verið birt en gert er ráð fyrir því að flestir þeirra séu frekar litlir svæðisfjölmiðlar. Þó hafa stærri miðlar einnig verið nefndir.

Þá hafa verið gefnar út 89 handtökuskipanir á hendur blaðamönnum í landinu.

Þá hefur Tyrklandsher greint frá því að 8.651 hermaður hafi tekið þátt í valdaránstilrauninni eða 1,5% hersins. Notuðu uppreisnarmennirnir 35 flugvélar, 37 þyrlur, 74 skriðdreka og þrjú skip í aðgerðum sínum.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert