Árásirnar hafi ekki áhrif á stefnu Þjóðverja

00:00
00:00

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, seg­ir árás­ir hæl­is­leit­enda í land­inu und­an­farn­ar vik­ur ekki breyta áform­um Þýska­lands um mót­töku flótta­manna.

Á blaðamanna­fundi í Berlín lagði hún þó til lausn­ir til að auka ör­yggi í land­inu, meðal ann­ars aukið eft­ir­lit á vefn­um, t.d. með vopna­sölu.

Tvær ný­leg­ar árás­ir í Bæj­aralandi voru gerðar af hæl­is­leit­end­um. Sjálfs­morðssprengju­árás í Ans­bach síðastliðinn sunnu­dag, sem særði 15 manns, var gerð af sýr­lensk­um hæl­is­leit­anda og ax­ar­árás af­gansks hæl­is­leit­anda í lest við Würzburg særði fimm. Báðir menn­irn­ir kenndu sig við Ríki íslams.

Seg­ir Merkel árás­ar­menn­ina hafa viljað grafa und­an vilja Þjóðverja til að aðstoða nauðstadda og muni ekki kom­ast upp með það. Seg­ir hún árás­ar­menn­ina í Bæj­aralandi hafa sví­virt landið sem hafi boðið þá vel­komna, en þeir sem flýi of­sókn­ir og stríðsátök eigi rétt á að vernd og Þýska­land muni halda sig við stefnu sína í inn­flytj­enda­mál­um. Þá sagði hún ný­leg­um hryðju­verka­árás­um í Evr­ópu vera ætlað að koma á hræðslu og hatri milli menn­ing­ar­heima og trú­ar­hópa.

Sagði hún Þjóðverja enn geta þetta, og vísaði þar í orð sín þegar hún samþykkti mót­töku millj­ón flótta­manna til Þýska­lands: „Við get­um þetta“ (þ. Wir schaf­fen das). „Það er sögu­leg skylda okk­ar og þetta er sögu­leg áskor­un á tím­um hnatt­væðing­ar. Við höf­um þegar náð mikl­um ár­angri á síðustu 11 mánuðum.“

Þá sagði hún að utan skipu­lagðrar hryðju­verk­a­starf­semi, muni Þjóðverj­ar standa frammi fyr­ir nýj­um hætt­um, frá óþekkt­um til­ræðismönn­um. Til að bregðast við þeim verði að koma á viðvör­un­ar­kerfi snemma í ferl­inu við komu flótta­manna, svo yf­ir­völd komi auga á vanda­mál­in.

„Við ráðumst í all­ar nauðsyn­lega fram­kvæmd­ir til að tryggja ör­yggi borg­ara okk­ar. Við mun­um taka áskor­un­inni um aðlög­un mjög al­var­lega.“

Angela Merkel.
Ang­ela Merkel. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert