Hæðnisorð Trumps valda reiði

Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana heldur hér á smábörnum á kosningafundi …
Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana heldur hér á smábörnum á kosningafundi í Colorado Springs. Ummæli hans um Ghazölu Khan hafa valdið reiði. AFP

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins, hef­ur vakið mikla reiði fyr­ir að hæðast að móður fall­ins banda­rísks her­manns sem var múslimi.

Ghazala Khan stóð hljóð hjá þegar maður henn­ar gagn­rýndi Trump í til­finn­ingaþrung­inni ræðu á landsþingi Demó­krata­flokks­ins á fimmtu­dag. Trump ýjaði að því í fram­hald­inu að hún hefði ekki mátt segja neitt.

Bæði flokks­bræður Trumps og fé­lag­ar í Demó­krata­flokkn­um segja að ekki eigi að tala um móður stríðshetju með þess­um hætti. Khan hef­ur sagt að um­mæli Trumps hafi valdið sér sár­ind­um.  

Eig­inmaður Khan, Khizr Khan, sagði á landsþingi demó­krata að Trump hefði fórnað „engu og eng­um“ fyr­ir land sitt. Hans eig­in son­ur, sem dó af völd­um bíl­sprengju í Írak 2004, hefði hins veg­ar ekki einu sinni fengið að vera í Banda­ríkj­un­um ef Trump hefði fengið að ráða, en Trump hef­ur kallað eft­ir að múslim­um verði bannað að koma til Banda­ríkj­anna.

Trump brást við gagn­rýn­inni í viðtali við sjón­varps­stöðina ABC. „Ef maður horf­ir á konu hans, þá stend­ur hún bara þarna. Hún hafði ekk­ert að segja … kannski mátti hún ekki einu sinni tala,“ sagði Trump.

Bill Cl­int­on, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti og eig­inmaður Hillary Cl­int­on, nú­ver­andi for­setafram­bjóðanda demó­krata, sagðist ekki geta ímyndað sér hvernig Trump hefði getað látið þessi orð falla um móður her­manns sem hlotið hefði gull­stjörn­una. Tim Kaine, vara­for­seta­efni demó­krata, sagði um­mæli Trumps óviðeig­andi. „Hann var að reyna að gera þetta mál hlægi­legt,“ hef­ur AP-frétta­stof­an eft­ir Kane.

„Það sýn­ir bara hversu óheppi­leg skap­gerð hans er. Ef maður­inn hef­ur ekki meiri sam­kennd en þetta er ég ekki viss um að hann geti öðlast hana.“

John Kasich, rík­is­stjóri Ohio og fyrr­ver­andi keppi­naut­ur Trumps um út­nefn­ingu re­públi­kana, sagði í twitter­skila­boðum að það væri aðeins ein leið að tala um gull­stjörn­una og það væri með virðingu.

ABC-sjón­varps­stöðin ræddi við Khan, sem sagðist ekki skilja hvernig sorg henn­ar hefði farið fram­hjá Trump og það ylli henni sár­ind­um.

Kosn­inga­fram­boð Trumps sendi um helg­ina frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem Humayun Khan höfuðsmanni, syni Khan, var hampað sem hetju. „Raun­veru­legi vand­inn eru öfga­sinnuðu ís­lömsku hryðju­verka­menn­irn­ir sem myrtu hann og til­raun­ir þess­ara öfga­sinna til að kom­ast inn í land okk­ar til að valda okk­ur frek­ara tjóni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka