Krefst framsals Gülens

00:00
00:00

For­seti Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­doğ­an, krefst þess að stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um fram­selji íslamska klerk­inn Fet­hullah Gü­len sem hann seg­ir að hafi staðið fyr­ir vald­aránstilraun­inni. Gü­len er í út­legð í Banda­ríkj­un­um. 

Er­doğ­an sakaði í gær Vest­ur­lönd um að styðja „hryðju­verka­menn“ og þá sem skipu­lögðu vald­aránstilraun­ina 15. júlí. „Því miður styðja Vest­ur­lönd hryðju­verk og standa með sam­særis­mönn­un­um sem stóðu fyr­ir vald­aránstilraun­inni,“ sagði Er­doğ­an í sjón­varps­ávarpi. „Þeir sem við héld­um að væru vin­ir okk­ar styðja núna sam­særis­menn­ina og hryðju­verka­menn­ina.“

Í ræðunni gagn­rýndi Er­doğ­an dóm­stól í Þýskalandi fyr­ir að meina hon­um að ávarpa fund stuðnings­manna sinna í Köln um helg­ina í sjón­varps­út­send­ingu. Hann sagði ákvörðun dóm­stóls­ins skjóta skökku við þar sem þýsk yf­ir­völd hefðu leyft leiðtog­um Verka­manna­flokks Kúr­d­ist­an, sem er bannaður í Tyrklandi, að halda slík ávörp í Þýskalandi.

AFP

Á Vest­ur­lönd­um verða radd­ir þeirra sem gagn­rýna for­seta Tyrk­lands sí­fellt há­vær­ari en landið á aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Frá vald­aránstilraun­inni hafa yfir átján þúsund verið hand­tekn­ir og tug­ir þúsunda op­in­berra starfs­manna rekn­ir úr starfi. Nú síðast hafa stjórn­völd beint sjón­um sín­um að tyrk­neska knatt­spyrnu­sam­band­inu og heil­brigðis­starfs­fólki á her­sjúkra­hús­inu í An­kara. 

Er­doğ­an seg­ist ekki vita hvernig Tyrk­ir geti verið í banda­lagi með Banda­ríkj­un­um á sama tíma og Banda­rík­in haldi hlífðar­skildi yfir Gü­len. Í viðtali við mexí­kósku sjón­varps­stöðina Televisa sakaði hann Banda­ríkja­stjórn um að draga lapp­irn­ar í framsals­mál­inu með því að óska eft­ir skjöl­um um málið frá Tyrkj­um. „Ef við för­um fram á framsal hryðju­verka­manns þá eigið þið að fara að beiðni okk­ar.“

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan.
For­seti Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­doğ­an. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert