Trump mögulega lögsóttur vegna FL-viðskipta

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana.
Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana. AFP

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana í Bandaríkjunum, gæti verið lögsóttur vegna viðskipta sem hann átti við FL Group árið 2007. Skrifaði hann þá undir fjárfestingasamning sem FL Group og alþjóðlega fasteignafélagið Bayrock Group gerðu sín á milli. Markmiðið með fjárfestingunni, sem síðar var breytt í lán, er sagt vera að komast hjá skattgreiðslum.

Frétt mbl.is: Trump sakaður um skattaundanskot

Í frétt Daily Telegraph í dag kemur fram að Trump gæti verið lögsóttur að sögn lögmanna þess sem kærir, en um er að ræða einkamál sem hefur verið höfðað gegn nokkrum af nánustu viðskiptafélögum Trumps. 

Haft er eftir Frederick Oberlander, lögmanni sem fer fyrir kærendum, að rannsókn Telegraph sem sagt var frá í maí á þessu ári hafi komið með „nýjar“ og „mikilvægar“ upplýsingar sem gætu sýnt fram á saknæmi Trumps í málinu.

Frétt mbl.is: FL Group tengt við Trump og Rússa

FL Group fjár­festi í fjór­um fast­eigna­verk­efn­um í Banda­ríkj­un­um árið 2007.
FL Group fjár­festi í fjór­um fast­eigna­verk­efn­um í Banda­ríkj­un­um árið 2007. Sverrir Vilhelmsson

 

Viðskiptin snerust um 6,3 milljarða króna viðskipti vegna fjögurra fasteignaverkefna í Bandaríkjunum árið 2007, þar á meðal í bygg­ingu Trump Soho-turns­ins. Það var gert í samstarfi við Bayrock Group. Don­ald Trump samþykkti þessi viðskipti, eins og gögn Daily Telegraph sýna, með und­ir­skrift sinni. Hann átti hlut í hót­el­verk­efn­un­um, þar á meðal 15% hlut í hót­el­inu í Soho á Man­hatt­an í New York.

Með því að breyta fjárfestingaverkefni í lán var komist hjá því að greiða milljóna dala skattgreiðslur í Bandaríkjunum, en FL Group hefði þurft að greiða 40% skatt af fjár­fest­ing­unni, sam­kvæmt banda­rísk­um skatta­lög­um, en þar sem henni var breytt í lán þurfti fé­lagið ekki að greiða neinn skatt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert