Hætta af hræðslu við hótanir

Frá útifundinum til stuðnings þolandanum í málinu sem haldinn var …
Frá útifundinum til stuðnings þolandanum í málinu sem haldinn var fyrir utan norska stórþingið í Osló í gærkvöldi. Twitter/Fredrik Walløe

Fjölmargir meðdómendur við norska dómstóla hafa beðist undan því að taka sæti sem meðdómendur í kjölfar hótana sem dómarar í umdeildu sýknumáli í Noregi fengu.

Sjá frétt mbl.is: Mikil reiði vegna sýknudómsins

Í júlí á þessu ári voru þrír menn sýknaðir af hópnauðgun gegn 18 ára stúlku. Minnihluti meðdómenda í málinu vildi sýkna mennina og þar sem um endurflutt mál var að ræða þurfti aukinn meirihluta til að sakfella mennina. Voru þeir því sýknaðir.

Málið hefur vakið upp mikla reiði í norsku samfélagi og voru í gær haldnir útifundir í tíu norskum borgum til stuðnings þolandanum í málinu og hafa margir gagnrýnt réttaröryggi kvenna í kynferðisbrotamálum. Þolandinn í málinu ákvað í júlí að nafngreina meinta gerendur og aðrir hafa síðar birt myndir af þeim auk mynda af dómurunum í málinu. Bæði mennirnir þrír og dómarar hafa í kjölfarið fengið ótal grófar hótanir um líflát og líkamsmeiðingar. 

Meðdómendur í norskum dómstólum eru ólöglærðir einstaklingar sem taka sæti annaðhvort sem meðdómendur í málum eða í kviðdómum. Formaður félags meðdómenda segir í samtali við Verdens gang að fjöldi meðdómenda við Lögmannsrétt Borgarþings hafi haft samband við dómstólinn og beðist undan því að taka sæti í málum af hættu við að verða fyrir opinberu aðkasti og þurfa að sitja undir hótunum. 

Alls eru þó um 4 þúsund meðdómendur skráðir í Noregi. Fjöldi þeirra sem beðist hafa undan að taka sæti í málum er ekki svo mikill að það hafi áhrif á mál sem eru nú í gangi fyrir dómstólum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert