Sex látnir í miklum flóðum

AFP

Sex hafa látið lífið og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum vegna mikilla flóða. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu undanfarna daga.

Fram kemur í frétt AFP að rúmlega 20 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín og um 10 þúsund hefðust við í neyðarskýlum samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í ríkinu. Rigningarnar hófust á fimmtudaginn og hafa síðan færst í aukana.

Enn fremur segir að um 40 þúsund heimili og fyrirtæki séu án rafmagns. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í fjórum sýslum í ríkinu. Yfirvöld búast fastlega við að lýsa þurfi yfir neyðarástandi í fleiri sýslum á næstunni.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert