Umsóknin formlega dregin til baka

AFP

Svissnesk stjórnvöld hafa sent Evrópusambandinu bréf þar sem formlega er tilkynnt að umsókn Sviss um inngöngu í sambandið frá árinu 1992 sé dregin til baka.

Bréfið var sent í lok síðasta mánaðar og undirritað af Johann Schneider-Ammann, forseta sambandsráðs Sviss, og Walter Thurnherr, kanslara ríkisins. Svissneska dagblaðið Blick greinir frá þessu. Vísað er til þess í bréfinu að bæði neðri og efri deild svissneska þingsins hafi fyrr á þessu ári samþykkt að umsóknin yrði dregin til baka.

Sviss sótti um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, forvera Evrópusambandsins, fyrir tæpum aldarfjórðungi. Svissneskir kjósendur höfnuðu nokkru síðar aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í þjóðaratkvæði og var umsóknin þá sett til hliðar og ekki formlega dregin til baka fyrr en nú.

Frétt mbl.is: Draga ESB-umsókn Sviss til baka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert