Vilja stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum

Þýskir hermenn í Grikklandi.
Þýskir hermenn í Grikklandi. Ljósmynd/Þýska þjóðskjalasafnið

Þjóðverjar skulda Grikkjum 269 milljarða evra í stríðsskaðabætur vegna hernáms þýska hersins á Grikklandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta er niðurstaða grískrar þingmannanefndar sem fjallað hefur um málið. Upphæðin nemur ríflega 35 billjónum króna.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að skýrsla nefndarinnar verði birt í september en niðurstaðan sé í takt við yfirlýsingar grísku ríkisstjórnarinnar á síðasta ári. Nefndin hyggst leggja til að grísk stjórnvöld íhugi að hefja málaferli til þess að endurheimta féð.

Þýskir hermenn á Akrapólishæð í Aþenu.
Þýskir hermenn á Akrapólishæð í Aþenu. Ljósmynd/Þýska þjóðskjalasafnið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert