Vilja stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum

Þýskir hermenn í Grikklandi.
Þýskir hermenn í Grikklandi. Ljósmynd/Þýska þjóðskjalasafnið

Þjóðverj­ar skulda Grikkj­um 269 millj­arða evra í stríðsskaðabæt­ur vegna her­náms þýska hers­ins á Grikklandi á árum síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Þetta er niðurstaða grískr­ar þing­manna­nefnd­ar sem fjallað hef­ur um málið. Upp­hæðin nem­ur ríf­lega 35 bill­jón­um króna.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að skýrsla nefnd­ar­inn­ar verði birt í sept­em­ber en niðurstaðan sé í takt við yf­ir­lýs­ing­ar grísku rík­is­stjórn­ar­inn­ar á síðasta ári. Nefnd­in hyggst leggja til að grísk stjórn­völd íhugi að hefja mála­ferli til þess að end­ur­heimta féð.

Þýskir hermenn á Akrapólishæð í Aþenu.
Þýsk­ir her­menn á Akrapólis­hæð í Aþenu. Ljós­mynd/Þ​ýska þjóðskjala­safnið
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert