„Hvaða skoðanakannanir?“

Donald Trump mælist með níu prósentustigum minna fylgi en Hilary …
Donald Trump mælist með níu prósentustigum minna fylgi en Hilary Clinton í skoðanakönnunum að undanförnu. AFP

Furðuleg orðaskipti frétta­konu CNN og lög­fræðings sem vinn­ur fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Don­alds Trump í vik­unni hafa vakið tölu­verða at­hygli. Lög­fræðing­ur­inn ve­fengdi full­yrðingu frétta­kon­unn­ar að Trump væri und­ir í bar­átt­unni við Hillary Cl­int­on en hún vísaði á móti í skoðanakann­an­ir. 

Michael Cohen, lög­fræðing­ur hjá fram­boði Trump, svaraði spurn­ing­um frétta­kon­unn­ar Briönnu Keil­ar á CNN um upp­stokk­un á starfsliði fram­boðsins í gær. Hann tók það hins veg­ar óst­innt upp þegar Keil­ar vísaði til þess að Trump væri und­ir.

„Seg­ir hver? Seg­ir hver?“ spurði Cohen ergi­leg­ur.

„Skoðanakann­an­ir. Flest­ar þeirra. Þær all­ar?“ svaraði Keil­ar sjá­an­lega hissa á að Cohen skildi þræta fyr­ir þá staðreynd.

Cohen var hins veg­ar ekki af baki dott­inn.

„Seg­ir hver?“ spurði lög­fræðing­ur­inn aft­ur.

„Skoðanakann­an­ir. Ég var að segja þér það. Ég svaraði spurn­ingu þinni!“

„Allt í lagi. Hvaða skoðanakann­an­ir?“ sagði Cohen.

„Þær all­ar,“ svaraði Keil­ar aft­ur.

„Allt í lagi. Og hver er spurn­ing­in?“

Vef­ritið Vox bend­ir á að Hillary Cl­int­on hafi mælst með for­ystu í þeim 23 skoðana­könn­un­um sem gerðar hafa verið á landsvísu und­an­farn­ar þrjár vik­ur. Hún mæl­ist að meðaltali með níu pró­sentu­stiga for­skot á Trump. Ekki sé ljóst hvað hafi vakað fyr­ir Cohen með því að draga þetta í efa enda hafi hann ekki haft neitt til að bæta við það.

Frétt mbl.is: Hróker­ing­ar í fram­boði Trump

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert