Rændu átta manns og myrtu

Lögreglumaður í Mexíkó. Myndin er úr safni og tengist efni …
Lögreglumaður í Mexíkó. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Lík átta manns sem var rænt í mexí­kóska bæn­um Alto Lucero í Veracruz-ríki í gær fund­ust í dag. Frá þessu greindu yf­ir­völd. Sak­sókn­ar­ar segja morðingj­ana enn leika laus­um hala en af fórn­ar­lömb­un­um voru sjö þeirra karl­ar og ein kona.

Heim­ild­armaður AFP inn­an mexí­kósku lög­regl­unn­ar seg­ir að morðingjarn­ir hafi ráðist inn á nokk­ur heim­ili í bæn­um í gær, rænt þaðan raf­tækj­um og öðrum verðmæt­um áður en þeir höfðu fólkið með sér á brott. Lög­regl­an fann í kjöl­farið tólf bif­reiðar sem talið er að árás­ar­menn­irn­ir hafi notað við verknaðinn.

Veracruz er ríkt að olíu en þar er tíðni of­beld­is með því mesta sem ger­ist í Mexí­kó. Ríkið er eins kon­ar stríðsvett­vang­ur tveggja glæpa­gengja; Los Zetas og nýrr­ar kyn­slóðar Jalisco-hóps­ins, sem berj­ast um yf­ir­ráð yfir eit­ur­lyfja­smygl-leiðum til Banda­ríkj­anna.

Eft­ir að rík­is­stjórn Mexí­kó boðaði hert­ar aðgerðir gegn fíkni­efna­gengj­um í land­inu árið 2006, m.a. með aukn­um af­skipt­um hers­ins, hafa 166 þúsund manns látið lífið og 27 þúsund til viðbót­ar horfið sam­kvæmt töl­um hins op­in­bera.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert