Vill seinka kosningum í Kongó

Joseph Kabila ásamt utanríkisráðherra Rúanda,Louise Mushikiwabo.
Joseph Kabila ásamt utanríkisráðherra Rúanda,Louise Mushikiwabo. AFP

Kjör­skrá verður ekki klár í Lýðveld­inu Kongó fyr­ir til­sett­an tíma en for­seta­kosn­ing­ar eru fyr­ir­hugaðar í nóv­em­ber á þessu ári. Formaður kjör­stjórn­ar­inn­ar sem fer með yf­ir­um­sjón kosn­ing­anna legg­ur til að kosn­ing­um verði frestað.

Haft er eft­ir Corneille Nangaa, for­manni kjör­stjórn­ar­inn­ar, að kjör­skrá­in verði ekki klár fyrr en í júlí á næsta ári vegna skipu­lags­legra vanda­mála við skrán­ingu á yfir 30 millj­ón­um kjós­enda, sem m.a. má rekja til fjár­skorts. Vinna við gerð kjör­skrár­inn­ar hófst í lok júlí á þessu ári.

Stjórn­ar­andstaðan hef­ur lýst yfir áhyggj­um sín­um af því að Joseph Kabila, for­seti lands­ins, ætli að seinka kosn­ing­un­um til að sitja leng­ur í valda­stóli en umboð hans seg­ir til um, en því lýk­ur í des­em­ber.

Kabila hef­ur verið við völd í land­inu síðan 2001 en hann má ekki bjóða sig fram í þriðja sinn vegna ákvæðis í stjórn­ar­skrá lands­ins. Stjórn­laga­dóm­stóll úr­sk­urðaði í maí um að Kabila yrði við völd þar til nýr leiðtogi tæki við.

New York Times grein­ir frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert