Meira en helmingur svarenda í nýrri skoðanakönnun segist ætla kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn í kosningabaráttunni sem forsetaefni Demókrataflokksins mælist með meira en 50% stuðning.
Niðurstöður könnunarinnar, sem var framkvæmd við Quinnipiac University, voru þær að Hillary Clinton reyndist njóta stuðnings 51% kjósenda en Donald Trump, forsetaefni repúblikana, 41% þegar aðeins var spurt um þau tvö.
Þegar aðrir frambjóðendur voru með í dæminu reyndist stuðningur við Clinton 45% en Trump 38%.
Stuðningur við frjálshyggjumanninn Gary Johnson reyndist þá 10% og stuðningur við græningjann Jill Stein 4%.
Tim Malloy, aðstoðarframkvæmdastjóri kannanna við Quinnipiac University, segir að svo virðist sem ítrekuð feilspor Trumps vegi þyngra en tortryggnin gagnvart Clinton.