Þýskur karlmaður varð fyrir því að dögunum að öngull festist í getnaðarlim hans þar sem hann synti nakinn í stöðuvatninu Kaisersee í Bæjaralandi. Vatnið er vinsælt á meðal þeirra sem kjósa að synda naktir að því er segir á fréttavefnum Thelocal.de.
Fram kemur í fréttinni að maðurinn hafi verið að kafa í vatninu þegar hann hafi fundið fyrir miklum sársauka í getnaðarlimnum. Hann hafi fyrst talið að hann hefði fest sig í gróðri í vatninu en áttaði sig þegar hann kom úr kafinu og sá veiðimann standandi á bakkanum. „Ekki draga inn,“ kallaði maðurinn á veiðimanninn og synti til hans.
Þegar að bakkanum kom reyndi maðurinn að losa öngulinn úr limnum en án árangurs. Skar hann því á línuna með hnífi veiðimannsins. Því næst hjólaði hann heim til sín og fór á bifreið sinni áfram á sjúkrahús þar sem lækni tókst að losa öngulinn.
Haft er eftir manninum að læknirinn hafi ekki geta annað en glott yfir þessu. Sem betur fer hafi hins vegar verið hægt að losa öngulinn án alvarlegra afleiðinga. Héðan í frá hyggst maðurinn synda aðeins lengra frá bakkanum í Kaisersee.