Bakslag fyrir Merkel

Leif-Erik Holm, leiðtogi AfD í Mecklenburg-Vorpommern, talar við fréttamenn eftir …
Leif-Erik Holm, leiðtogi AfD í Mecklenburg-Vorpommern, talar við fréttamenn eftir að úrslit urðu ljós í dag. AFP

Þýski þjóðernisflokkurinn Annar kostur fyrir Þýskaland eða Alternativ für Deutsch­land (AfD) náði öðru sæti í fylkiskosningum í Mecklenburg-Vorpommern í norðausturhluta Þýskalands og fór þar með upp fyrir Kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel kanslara.

Flokkurinn leggur áherslu á andúð á flóttamönnum og hefur gagnrýnt frjálslynda stefnu Merkel í málefnum flóttafólks.

Í kosningunum hlaut AfD 21% kosningu en þetta er í fyrsta skiptið sem flokkurinn býður fram til fylkisþings í Mecklenburg-Vorpommern. Kristilegir demókratar fengu 19%, en sósíaldemókrataflokkurinn SDP fékk sem áður flest atkvæði og var með 30% fylgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert