Móðir Teresa tekin í dýrlingatölu

Tugir þúsunda pílagríma söfnuðust saman á Péturstorgi til að heyra Frans páfa lýsa því yfir að Móðir Teresa sé núna orðin dýrlingur innan kaþólsku kirkjunnar.

Nítján ár eru liðin frá andláti albönsku nunnunnar  sem helgaði líf sitt umönnun fátækra í Kolkata í Indlandi.

Nunnur úr reglu Móður Tereseu á Péturstorgi í morgun.
Nunnur úr reglu Móður Tereseu á Péturstorgi í morgun. AFP

Um 100 þúsund miðar voru prentaðir út fyrir messuna. Vatíkanið hefði auðveldlega getað tvöfaldað fjöldann en vegna öryggismála og plássleysis var það ekki hægt.

Um þrjú þúsund lögregluþjónar voru á vettvangi til að tryggja að allt færi vel fram.

Kona biður bænirnar á Péturtorgi.
Kona biður bænirnar á Péturtorgi. AFP

Á meðal þeirra sem mættu á torgið voru 1.500 manns sem eiga um sárt að binda í reglu Teresu, Trúboðar góðgerðarmála, á Ítalíu.

Þessar tvær héldu á styttu af Móður Tereseu.
Þessar tvær héldu á styttu af Móður Tereseu. AFP

Pitsa í boði páfans

Eftir messuna fá 250 konur og 50 karlar úr reglunni pitsu í hádegismat í Vatíkaninu, sem sérstakir gestir Frans páfa.

AFP

Teresa var 87 ára þegar hún  lést árið 1997. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979 fyrir starf sitt í þágu fátækra.

Frétt mbl.is: Móðir Teresa verður dýrlingur 

Mikill fjöldi fólks beið eftir messu Frans páfa.
Mikill fjöldi fólks beið eftir messu Frans páfa. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka