Obama ætlar ekki að hitta Duterte

Obama hefur hætt við fyrirhugaðan fund með Duterte.
Obama hefur hætt við fyrirhugaðan fund með Duterte. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur hætt við fyrirhugaðan fund sinn með Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, eftir að sá síðarnefndi hélt ræðu þar sem hann kallaði Obama „hóruson“.

„Obama forseti mun ekki funda með Duterte, forseta Filippseyja,“ sagði Ned Price, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna.

„Hann mun þess í stað hitta Park (Geun-hye) forseta Suður-Kóreu.“

Obama hafði gefið til kynna að ekkert yrði af fundi hans og Duterte, skömmu eftir að hann flutti þrumuræðuna.

Frétt mbl.is: Kallaði Obama „hóruson“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka