Obama ætlar ekki að hitta Duterte

Obama hefur hætt við fyrirhugaðan fund með Duterte.
Obama hefur hætt við fyrirhugaðan fund með Duterte. AFP

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur hætt við fyr­ir­hugaðan fund sinn með Rodrigo Duterte, for­seta Fil­ipps­eyja, eft­ir að sá síðar­nefndi hélt ræðu þar sem hann kallaði Obama „hóru­son“.

„Obama for­seti mun ekki funda með Duterte, for­seta Fil­ipps­eyja,“ sagði Ned Price, talsmaður þjóðarör­ygg­is­ráðs Banda­ríkj­anna.

„Hann mun þess í stað hitta Park (Geun-hye) for­seta Suður-Kór­eu.“

Obama hafði gefið til kynna að ekk­ert yrði af fundi hans og Duterte, skömmu eft­ir að hann flutti þrumuræðuna.

Frétt mbl.is: Kallaði Obama „hóru­son“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert