Obama og Pútín ræða um Sýrland

Barack Obama Bandaríkjaforseti við komuna á G20-ráðstefnuna í Hangzhou. Obama …
Barack Obama Bandaríkjaforseti við komuna á G20-ráðstefnuna í Hangzhou. Obama ræddi í dag við Pútín um ástandið í Sýrlandi. AFP

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti og Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti ræddu í dag sam­an á hliðarlínu G20-ráðstefn­unn­ar í Hangzhou í Kína, aðeins nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að viðræður ut­an­rík­is­ráðherra ríkj­anna, þeirra John Kerrys og Ser­gei Lavr­ovs, um að draga úr átök­um í Sýr­landi, sigldu í strand.

„For­set­inn ræðir við Pútín, for­seta Rúss­lands,“ hef­ur AFP-frétta­stof­an eft­ir tals­manni banda­ríska ör­ygg­is­ráðsins. „Við bú­umst við að geta veitt frek­ari upp­lýs­ing­ar um viðræður þeirra síðar í dag.“

Áður hafði AFP haft eft­ir hátt sett­um banda­rísk­um emb­ætt­is­manni að eng­inn samn­ing­ur hafi náðst í viðræðum þeirra Kerrys og Lavr­ovs, er þeir rædd­ust við í Hangzhou. Áður en viðræðunum var slitið hafði verið út­lit fyr­ir að samn­ing­ar myndu nást um að koma neyðaraðstoð til al­mennra borg­ara í Al­eppo. Þá hafði einnig verið út­lit fyr­ir að Rúss­ar, ásamt sýr­lenska stjórn­ar­hern­um, féllust tíma­bundið á að hætta loft­árás­um. 

Fyrri samn­ing­ar um vopna­hlé í Sýr­landi hafa ekki haldið lengi og sagði Obama í gær að banda­rísk stjórn­völd efuðust um ár­ang­ur í samn­ingaviðræðum, en að það borgi sig að láta á þær reyna. Sak­laus­ir borg­ar­ar í Sýr­landi þurfi á neyðaraðstoð að halda. 

Banda­rísk stjórn­völd höfðu von­ast eft­ir því að geta beitt stjórn­völd í Moskvu þrýst­ingi vegna stuðnings þeirra við stjórn Sýr­lands­for­seta á G20-ráðstefn­unni. Sér­fræðing­ar telja að Assad gæti ekki haldið embætti sínu ef hann nyti ekki stuðnings Rússa og Írana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka