Hillary Clinton forsetaframbjóðandi hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna fregna um að Rússar hafi skipt sér af kosningum í landinu með netárásum á Demókrataflokkinn.
Greint var frá því í júlí að Rússar hefðu hugsanlega gert slíkar árásir. Að sögn Clinton vekur málið grafalvarlegar spurningar um möguleg afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum.
Þetta kom fram er hún svaraði spurningum um borð í kosningaflugvél sinni.
Clinton sagði ekki að um netárásir hefði verið að ræða en lýsti afskiptum Rússa sem „hótun frá erlendu stórveldi“.