Taka samningi um vopnahlé með fyrirvara

Átök hafa staðið yfir í Sýrlandi í rúmlega fimm ár. …
Átök hafa staðið yfir í Sýrlandi í rúmlega fimm ár. Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um og Rússlandi hafi sam­mælst um drög að friðarsam­komu­lagi fyr­ir Sýr­land sem á að taka gildi á mánudag. AFP

Sýr­lands­sam­komu­lag Banda­ríkj­anna og Rúss­lands gegn her­ská­um öfga­hóp­um í Sýr­landi hef­ur fengið já­kvæðar viðtök­ur hjá yf­ir­völd­um í Tyrklandi og hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Þörf sé þó á frek­ari aðgerðum.

Sjá frétt mbl.is: Komust að sam­komu­lagi um vopna­hlé í Sýr­landi

BBC hef­ur eft­ir yf­ir­völd­um í Tyrklandi að brýnt sé að mannúðaraðstoð verði hluti af sam­komu­lag­inu frá byrj­un, en vopna­hléið á að hefjast við sól­set­ur á mánu­dag.

Federica Mog­her­ini, yf­ir­maður ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mála­stefnu ESB, brýndi fyr­ir Sam­einuðu þjóðunum að und­ir­búa „póli­tísk um­skipti“ í Sýr­landi.

Federica Mogherini, yfirmaður utanríkis- og öryggismálastefnu ESB.
Federica Mog­her­ini, yf­ir­maður ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mála­stefnu ESB. AFP

Sam­komu­lagið fel­ur meðal ann­ars í sér 10 daga vopna­hlé og í fram­hald­inu verður sett upp sér­stök stjórn­stöð til að sam­ræma loft­árás­ir. Sýr­lenski stjórn­ar­her­inn fær ekki að taka þátt í þeim.

Talskona stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Sýr­landi seg­ir að sam­komu­lagið feli í sér ákveðna von en þörf sé á frek­ari smá­atriðum í samn­ingn­um svo hægt sé að fylgja hon­um eft­ir.

Stjórn­völd í Dam­askus, höfuðborg Sýr­lands, hafa fall­ist á sam­komu­lagið, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá rík­is­frétta­stöð Sýr­lands, Sana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert