Hillary Clinton snýr aftur

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata.
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata. AFP

„Það er frábært að vera komin til baka í kosningabaráttuna,“ sagði Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, í dag þegar hún sneri aftur eftir að hafa greinst með lungnabólgu á föstudag. 

Cl­int­on þurfti að yf­ir­gefa minn­ing­ar­at­höfn í New York um hryðju­verka­árás­ina á Banda­rík­in þegar hún fékk hitaslag og varð fyrir vökvatapi. Til­kynnt var í kjöl­farið að hún væri með lungna­bólgu og að hlé yrði gert á kosn­inga­her­ferð henn­ar á meðan hún næði sér. Veik­ind­in hafa ýtt und­ir kenn­ing­ar um að Cl­int­on eigi við al­var­leg veik­indi að stríða. Slík­ar kenn­ing­ar hafa áður verið sett­ar fram.

„Eins og mörg ykkar vita fékk ég hósta á dögunum sem reyndist vera lungnabólga,“ sagði Hillary á fundi í dag. „Ég reyndi að þrjóskast í gegnum það en þurfti að viðurkenna að nokkrir dagar af hvíld myndu líklega gera mér gott.“

Þá sagðist Clinton ekki vera góð í því að taka því rólega, jafnvel undir venjulegum kringumstæðum. „En þegar það eru aðeins tveir mánuðir í kjördag var heima í sófa seinasti staðurinn sem mig langaði að vera á.“

Donald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana hef­ur ít­rekað minnst á heilsu­far keppi­naut­ar­ins og í síðasta mánuði sagði hann við stuðnings­menn sína að hann efaðist um að and­leg sem lík­am­leg heilsa henn­ar væri nægj­an­lega góð svo hún gæti sinnt embætt­is­skyld­um for­seta Banda­ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert