Mótmæltu fríverslun við Bandaríkin

Fjölmenn mótmæli gegn TTIP í Berlín í dag.
Fjölmenn mótmæli gegn TTIP í Berlín í dag. AFP

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að tugir þúsunda Þjóðverja hafi haldið út á götur til mótmæla tilvonandi fríverslunarsamingi milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, svokölluðum TTIP-samningi (Transatlantic Trade and Investment Partnership).

Mótmælendur segja að samningurinn muni lækka staðla í matvælaöryggi og umhverfisvernd, og gæti einnig leitt til þess að störf flytjist úr sambandslöndunum. Stuðningsmenn samningsins segja aftur á móti að hagvöxtur muni aukast í kjölfar tollalækkana. 

Evrópusambandið og Bandaríkin hófu viðræður árið 2013 í því skyni að draga úr viðskiptahindrunum og skapa stærsta fríverslunarsvæði heimsins sem næði til 850 milljón neytenda. 

Næsta rispa í viðræðum hefst í október og hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagt að hann vonist til að þeim verði lokið þegar hann lýkur störfum í janúar. 

Ekki eru allir leiðtogar viðkomandi ríkja á einu máli um gang viðræðna. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur lýst yfir efasemdum um að niðurstaða fáist í málið og efnahagsráðherra Þýskalands sagði í síðasta mánuði að viðræðurnar hefðu „í raun mistekist.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert