Allt að fara til helvítis

Sjálfboðaliðinn Ben Hornberger uppi á pallbílnum sínum í borginni Altoona …
Sjálfboðaliðinn Ben Hornberger uppi á pallbílnum sínum í borginni Altoona í Pennsylvaníu-ríki. AFP

Sjálf­boðaliðinn Benjam­in Horn­ber­ger er aðeins 22 ára en ekki of ung­ur fyr­ir stór­yrði. Hann seg­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um snú­ast um að duga eða drep­ast.

Hinn dug­legi Horn­ber­ger, sem safn­ar at­kvæðum fyr­ir Don­ald Trump, fram­bjóðanda re­públi­kana, er einn af millj­ón­um manna sem von­ast til að millj­arðamær­ing­ur­inn frá New York kom­ist í Hvíta húsið.

Hann er týpísk­ur stuðnings­maður Trumps, hvít­ur karl­maður og ekki með há­skóla­gráðu. Oft hafa stuðnings­menn hans meiri áhuga á lof­orði hans um „að gera Banda­rík­in frá­bær á nýj­an leik“ en því sem hann hef­ur fram að færa í efna­hags­mál­um.

„Hingað og ekki lengra“

Marg­ir þess­ara kjós­enda mæta í kjör­klef­ann í fyrsta sinn árið 2016 vegna þess að fram til þessa höfðu þeir lít­inn áhuga á stjórn­mál­um. Núna von­ast þeir til að Trump gæti komið í veg fyr­ir niður­sveiflu í Banda­ríkj­un­um á sama tíma og þeir sjálf­ir fær­ast út á jaðar­inn í sam­fé­lagi sem tek­ur örum breyt­ing­um.

„Þetta er ekki eins og þegar pabbi var ung­ur,“ sagði Horn­ber­ger við AFP-frétta­stof­una. „Satt best að segja er allt farið til hel­vít­is og við þurf­um á ein­hverj­um að halda sem stend­ur upp og seg­ir „hingað og ekki lengra“.

Donald Trump forsetaframbjóðandi.
Don­ald Trump for­setafram­bjóðandi. AFP

Viðhorf­in breytt­ust í hern­um

Horn­ber­ger er af verka­manna­fólki kom­inn og hefði áður fyrr verið ákjós­an­leg­ur kjós­andi Demó­krata­flokks­ins. Hann starfaði reynd­ar sem sjálf­boðaliði fyr­ir demó­krat­ann Barack Obama, er hann bauð sig fram sem for­seta Banda­ríkj­anna árið 2008, en eft­ir mennta­skóla gekk hann til liðs við sjó­her­inn. Eft­ir þriggja ára dvöl þar breytt­ust viðhorf hans til stjórn­mála og síðan hann hætti þar í fe­brú­ar hafði hann sog­ast í átt að Trump.

Að sögn Horn­ber­ger fór for­setafram­bjóðand­inn „beint að rót vand­ans og sagði að hlut­irn­ir væru svona og að þeim verði að ljúka. Og ég var ánægður með það, sem fyrr­ver­andi hermaður,“ sagði hann.

Bankað á hurðir 6 þúsund heim­ila

Horn­ber­ger, sem býr í Altoona í rík­inu Penn­sylvan­íu, not­ar smá­for­rit frá Re­públi­kana­flokkn­um í sím­an­um sín­um til að finna út á hvaða hurðir hann á að banka er hann dreif­ir bæk­ling­um til stuðnings Trump. Síðan í apríl hef­ur hann bankað upp á á að minnsta kosti 6 þúsund heim­il­um. Um fimmtán klukku­stund­ir á viku fara í sjálf­boðastarfið, auk þess sem hann fer þris­var í viku á kosn­inga­skrif­stofu Re­públi­kana­flokks­ins í heima­bæ sín­um til að ræða gang mála.

Á móti fóst­ur­eyðing­um

Að von­um deil­ir hann hug­mynda­fræði með Trump. Hann er á móti fóst­ur­eyðing­um en fylgj­andi hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra. Báðir eru þeir hliðholl­ir frjáls­um viðskipt­um en telja að Banda­rík­in hafi verið hlunn­far­in í alþjóðleg­um viðskipta­samn­ing­um.

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins.
Hillary Cl­int­on, for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins. AFP

„Aðeins guð get­ur dæmt mig“

Hillary Cl­int­on, for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, er ekki í mikl­um met­um hjá Horn­ber­ger, sem seg­ir að hún tali máli elít­unn­ar og vilji hafa ástand mála óbreytt í land­inu.  

„Það er ekki satt þegar menn segja að Banda­rík­in séu frá­bær. Við erum svo langt á eft­ir á svo mörg­um sviðum. Við erum bara fremst þegar kem­ur að mál­efn­um hers­ins.“

Horn­ber­ger er með húðflúr á brjóst­kass­an­um þar sem stend­ur „Aðeins guð get­ur dæmt mig“. Hann trú­ir einnig á ann­an, ver­ald­leg­an frels­ara. „All­ir í heim­in­um, hvort sem þér lík­ar það eða ekki, eru að hvísla nafnið Don­ald Trump.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert