Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara Þýskalands, beið afhroð í sambandsþingskosningum sem haldnar voru í Berlín í dag. Flokkurinn fékk einungis 18% atkvæði, sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í borginni frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar.
Sigurvegari kosninganna var hins vegar hægri öfgaflokkurinn AfD, sem fékk 14% atkvæða samkvæmt útgönguspám þýska ríkissjónvarpsins.
Niðurstöður kosninganna þykja mikill áfellisdómur yfir stefnu Angela Merkel í innflytjendamálum, en AfP hefur haldið uppi harðri gagnrýni á stefnu kanslarans. AfP hefur nú náð þingsætum í tíu af 16 sambandsfylkjum Þýskalands, en framgangur flokksins hefur einkum verið mikill í fylkjum fyrrum Austur-Þýskalands.
Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar hafi beðið stærri ósigur í öðrum sambandsfylkjum Þýskalands á undanförnu, m.a. í heimarfylki Merkel Mecklenburg-Vorpommern, þá er tapið í Berlín litið mun alvarlegri augum.
Úrslit kosninganna eru talin líklegt til að marka endalok á samstarfi Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokks Þýskalands, sem útlit er fyrir að fái 22% atkvæða.