Ævareið vegna ásakana Bandaríkjamanna

Einn hinna skemmdu flutningabíla við bæinn Orum al-Kubra, skammt frá …
Einn hinna skemmdu flutningabíla við bæinn Orum al-Kubra, skammt frá Aleppo. AFP

Stjórn­völd í Rússlandi eru æv­areið vegna „órök­studdra“ ásak­ana um að rúss­nesk­ar eða sýr­lensk­ar herþotur hafi gert árás á bíla­lest með hjálp­ar­gögn nærri Al­eppo í gær­kvöldi.

Að minnsta kosti 20 lét­ust í árás­inni, þeirra á meðal starfs­menn Rauða hálf­mán­ans, og þá voru 18 far­ar­tæki voru eyðilögð.

Í kjöl­far árás­ar­inn­ar sögðu stjórn­völd í Washingt­on að það hefði aðeins verið á færi stjórn­ar­hers Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seta eða banda­manna hans í Rússlandi að gera um­rædda loft­árás og að yf­ir­völd í Moskvu þyrftu að axla ábyrgð hvor sem væri.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Rúss­lands hef­ur svarað ásök­un­un­um og sagst fylgj­ast með af „hneyksl­an og reiði“ á meðan „vernd­ar­ar hryðju­verka- og stiga­manna“ kenndu Rússlandi eða Sýr­landi um árás­ina.

Í yf­ir­lýs­ingu frá ráðuneyt­inu seg­ir að ásak­an­irn­ar séu sett­ar fram í þeim til­gangi að beina at­hygl­inni frá „und­ar­leg­um mis­tök­um“ flug­manna banda­manna.

Rúss­neski her­inn seg­ir upp­tök­ur af vett­vangi sýna skemmd­ir sem geta hvorki verið af völd­um árás­ar úr lofti né annarra skot­vopna.

Varn­ar­málaráðuneyti Rúss­lands hef­ur sagt að þvert á móti hafi eld­ur læst sig í bíla­lest­ina á sama tíma og upp­reisn­ar­menn gerðu árás­ir á Al­eppo.

Sýr­lenski her­inn hef­ur einnig neitað að hafa staðið að baki árás­inni.

Skemmd neyðargögn í vöruskemmu í Orum al-Kubra.
Skemmd neyðargögn í vöru­skemmu í Orum al-Ku­bra. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert